Fréttir

Þeim fjölgar um 50% milli áranna 2005 og 2006 í 8.-10. bekk sem segja að umsjónarkennarar geri mikið til að koma í veg fyrir einelti. Í mars 2006 segir næstum þriðji hver nemandi í 4.-7. bekk að kennari geri mikið og hefur þeim fjölgað um fjórðung frá 2005. Að sama skapi fækkar þeim um 15% sem segja að umsjónarkennari geri lítið til að koma í veg fyrir einelti.

Í stóru eineltiskönnuninni okkar sem lögð var fyrir tæplega sex þúsund nemendur í 4.-10. bekk í mars sl. svöruðu 13,7% í 8.-10. bekk að umsjónarkennarinn gerði mikið ,til að koma í veg fyrir einelti í bekknum undanfarna mánuði”. Árið 2005 svöruðu 9,2% á sömu lund. Í 4.-7. bekk eru sambærileg svör 24,1% 2005 en ári seinna finnst 30,8% nemenda kennararnir gera mikið til að koma í veg fyrir eineltið.