This is a title

This is the text

Helmingi fleiri stelpur en strákar segja eineltið hafa verið hræðilegt.

2% af stelpum í 5.-10. bekk í grunnskólum sem fylgja Olweusaráætluninni segja að einelti sem þær hafi lent í hafi verið hræðilegt. 1 % strákanna eru sama sinnis. 3,4% bætast við í stelpnahópinn séu tekin með svör þeirra sem segja að eineltið hafi verið vont og særandi. 1,5% strákanna eru í þessum hópi. Stelpurnar kvarta mest undan hvers kyns útilokun; að þeim sé haldið utan við félagahópinn, það sé logið upp á þær í sama tilgangi tilgangi og að þær séu einar í frímínútum. Strákarnir kvarta mest undan stríðni og næst að þeim sé haldið viljandi utan við félagahópinn.

Mikið einelti hefur neikvæð áhrif á námsárangur allra nemenda!

Mikið einelti hefur áhrif á námsárangur hjá báðum hópum nemenda; þeim sem verða fyrir einelti og þeim sem ekki voru lögð í einelti. Ástæðan er að einelti „smitar “ allt umhverfið. Námsárangurinn er einfaldlega lakari þar sem einelti grasserar. Námsumhverfið smitast og árangur verður slakari hjá öllum nemendum í slíkum skóla. Í norsku rannsókninni var búið að útiloka það að félagsstaða nemenda skýrði áhrifin. Niðurstaðan hlýtur að vera sú eins og við sjáum svo greinilega að skólabragur og bekkjarandi skipta miklu máli.

Úr norsku greinargerðinni með rannsókninni:

 “ … viser en sterk tendens til at skoler der elevene rapporter om mye mobbing, har klart svakere skoleprestasjoner blant elevene. Dette gjelder også for elever som ikke selv er utsatt for mobbing. Funnene kan avspeile at mobbing også har en negativ påvirkning på elever som ikke selv er offer for mobbing. Det kan alternativt indikere at skoler med mye mobbing også har mye læringshemmende atferd blant elevene.“
„… Det ble kontrollert for sosioøkonomisk status. Målet for sosioøkonomisk status hadde fokus på elevens opplevelse eller vurdering av familiens økonomiske situasjon.“

ÞHH

 

Kanna ber reglulega einelti í framhaldsskólunum.

Reglugerð um „ábyrgð  og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum“ tók gildi í apríl 2016. Sambærileg reglugerð fyrir grunnskólann hefur verið í gildi frá 2011. Sérstakur kafli er um starf framhaldsskólanna gegn einelti. Skólar eiga að setja sér aðgerðaráætlun gegn einelti „með virkri forvarnar- og viðbragðsáætlun …“ Þá skal skal kanna reglulega „eðli og umfang eineltis“ í skólunum.  Með reglugerðinni fyrir framhaldsskólann er stigið mikilvægt skref. Reynslan úr grunnskólann er tvímælalaust jákvæð. Hægt er nálgast reglugerðirnar á vef mennt- og menningarmálaráðuneytisins, mrn.is.

Rannsóknir leiða í ljós að bestum árangri megi ná ef um er að ræða margþættar aðgerðir og fjölbreytta vinnu í eineltismálum, að áætlanirnar séu heildstæðar og að þær nái um allt skólasamfélagið.

Allir mikilvægustu þættirnir eru í Olweusaráætluninni

Rannsakendur við Cambridgeháskóla á Englandi hafa lagt mat á aðgerðaráætlanir gegn einelti (Effectiveness of school-based programs to reduce bullying: a systematic and meta-analytic review).
Athygli vekur að aðgerðir í ætt við Olweusaráætlunina eru áhrifaríkastar. Þá er upptalningin á hvaða atriði skipta mestu máli – er öll að finna í Olweusaráætluninni:
„The most important program elements that were associated with a decrease in bullying were parent training/meetings, improved playground supervision, disciplinary methods, classroom management, teacher training, classroom rules, a whole-school anti-bullying policy, school conferences, information for parents, and cooperative group work. In addition, the total number of elements and the duration and intensity of the program for teachers and children were significantly associated with a decrease in bullying. Also, programs inspired by the work of Dan Olweus worked best.“

28% allar grunnskólanema í Olweusaráætluninni

28% allar grunnskólanema á íslandi eru í grunnskólum sem taka virka þátt   í Olweusaráætluninni gegn eineinelti. Eineltiskönnun stendur nú yfir í 4. – 10. bekk og skipta niðurstöður miklu máli um framhald starfsins í hverjum skóla fyrir sig. Könnun er mjög ítarleg og nýtist skólunum vel.

Stúlkum í unglingastigi líkar verr í skóla

Í árlegri eineltiskönnun okkar í „Olweusarskólum“ á Íslandi kemur m.a. í ljós að stúlkum á unglingastigi (í 8.-10. bekk) líkar verr í skólanum. Í eineltisrannsókn okkar 2011 var hlutfallið 1,9% sem sagði að þeim liði illa eða mjög illa í skólanum en í nóvemberkönnun 2015 eru 5% eða tuttugasta hver stúlka sem líkar illa eða mjög illa í skólanum. Þessu tengt segjast 10,9% stúlkna í 8.-10. bekk að þær óttist að verða lagðar í einelti af samnemendum. 6,5% svöruðu á sama hátt í eineltiskönnuninni 2011. Kannanir hafa gefið til kynna að kvíði meðal stúlkn a hafi aukist.

Ekki er að sjá að sama vera uppi á teningnum hjá piltunum. Þar er ekki um samfellda þróun að ræða til verri vegar eins og hjá stúlkunum.
ÞHH

„Hvernig líkar þér að vera í skólanum?“
(Byggt er á svörum nemenda allra þeirra skóla sem leggja könnunina fyrir hverju sinni)

8.-10. bekk Landsmeðaltal
Líkar illa eða mjög illa í skóla
Stelpur Strákar
h2015 5,0% 4%
h2014 4,0% 3,2%
h2013 3,6% 3%
h2012 2,7% 3,9%
h2011 1,9% 4,0%

„Við lítum ekki á okkur sem gerendur“

(90)210 Garðabær, er leikrit eftir Heiðar Sumarliðason, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

 

Í viðtali við Stundina segir höfundurinn m.a. „“Við lítum ekki á okkur sem gerendur. … GetShowImage[5]
Mig langaði að skrifa um kúgun og þöggun. Ég vildi búa til sögusvið þar sem ekki mætti tala um ákveðinn atburð og fólk alltaf að reyna að tala um eitthvað annað. Það eru ýmsir ljótir atburðir í verkinu sem þú sérð aldrei á sviðinu. Verkið snýst um að fela það sem gerðist og passa að enginn komist að því.“

Í kynningu segir á vef Þjóðleikhússins: „Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er eina félagsmálaíbúðin í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni í Nónhæð. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum.“

Meinfyndið og spennandi verk um hvað leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu. Hversu langt eru húsmæðurnar í (90)210 Garðabæ tilbúnar að ganga til að halda sannleikanum leyndum?

Leikfélagið Geirfugl sýnir  í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Myndin er af vef Þjóðleikhússins.

„Någon form av frökenfotboll verkar passa danskarna bäst“

7d99b4b7-fbc7-4fac-a3be-b3bcafefd07b

Talsmáti í íþróttunum hefur oftar en ekki borið sterk einkenni af niðurlægingu. Einelti í íþróttum er viðurkennt fyrirbæri. Í dag 17. nóvember leika danskir mikilvægan landsleik í fótbolta gegn sænskum. Fyrirsögnin er frá 1939, en fyrir öld tapaði sænska landsliðið fyrir því danska 8:0. Þá var talað um að það danska hefði „dúndrað“ Svíana niður. Þeir „lentu í skrúfstykki“ sögðu íþróttafréttaritarar.

„Vona að betur verði tryggt að tekið sé skipulega, faglega og af festu á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sett nýja reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Öllum vinnustöðum verður  skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við þessum þáttum og um viðbrögð ef á reynir. Athygli vekur að atvinnurekanda verður skylt að gera áhættumat. Á grundvelli þess mats m.a. skal byggja forvarnaráætlun. Þar verði vinnuaðstæðum háttað að „dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem lýkur verði á að leitt geti til eineltis, … “

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er öllum vinnustöðum skylt að gera áhættumat með því að greina hugsanlega áhættuþætti sem ógna öryggi. Í nýju reglugerðinni er með skýrum hætti kveðið á um að við gerð áhættumatsins skuli meðal annars greina áhættuþætti eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað, líkt og tiltekið er í reglugerðinni, þar sem tekið skuli tillit til andlegra og félagslegra þátta, svo sem aldurs starfsmanna, kynjahlutfalls, ólíks menningarlegs bakgrunns starfsfólks, skipulags vinnutíma, vinnuálags og fleira. Áhættumatinu er þannig ætlað að taka mið af aðstæðum á hverjum stað.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir setningu reglugerðarinnar mikilvægan áfanga og vonast til að betur verði tryggt að tekið sé skipulega, faglega og af festu á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi

Morgundagurinn, 18. nóvember, er helgaður vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Stýrihópur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, Barnaverndarstofa og umboðsmaður barna hvetja til þess að sérstök mynd sem send var með bréfi til fjölmargra aðila verði sýnd sem víðast. „Þannig stuðlum við að aukinni umræðu og samfélagsvitund um kynferðislegt ofbeldi.“

Tökum höndum saman og helgum 18. nóvember vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi!