Fréttir

Rannsóknir benda eindregið til þess að skipuleg vinna gegn einelti hafi gríðarleg áhrif á líðan barna og unglinga og minnki markvisst líkur á að þau leiðist á glapstigu. Sá eða sú sem er að leggja í einelti og kemst upp með þann verknað er í hættu að lenda á afbrotabraut. Ekkert eitt atriði í áhættuhegðun er eins afdrifaríkt og eineltið. Samningur sá sem gerður var í vor milli menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands tryggir framhald Olweusarverkefnisins í grunnskólum landsins. Nauðsynlegt er að foreldrar kynni sér efni Olweusarverkefnisins og má leita frekari upplýsinga hjá framkvæmdastjóra í síma 894 2098 eða með fyrispurn á netfangið thorlakur@khi.is.

Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins gegn einelti, vill koma til viðræðna við foreldra til spjalls og ráðgerða og til að kynna Olweusarverkefnið. Í haust munu skólar hefja innleiðingu verkefnisins – og verður það væntanlega í síðasta skipti undir þeim formerkjum sem eineltisverkefnið er rekið.
Það er því mikilvægt að forráðamenn nemedna skoði vandlega hversu mikilvægt forvarnargildi felst í verkefninu.