Framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi heimsótti skólastofnanir á Norðurlandi eystra í októbermánuði. Um var að ræða skóla sem taka þátt í Olweusaráætluninni, Háskólann á Akureyri og Menntaskólann á Tröllaskaga. Mikil gróska er í skólastarfi og fróðlegt að kynnast skólastarfi í litlum sem fjölmennum skólum. Segja má að landið og miðin séu upptökusvæði skólanna þar sem fjarkennasla opnar leiðir án landamæra.

“Olweusarskólarnir” sem heimsóttir voru voru á Akureyri, í Fjallabyggð og Grenivík. Aðrir skólar fyrir norðan verða heimsóttir síðar. Það einkenndi þessa skóla að í öllum er lögð áhersla á undirstöðuþekkingu í Olweusaráætluninni með þátttöku allra starfsmanna. Starfsmenn taka þátt í námskeiði fyrir verkefnastjóra á vegum Olweusaráætlunarinnar.

ÞHH