FréttirBörn í Hagaskóla fagna góðum árangri í eineltismálum
Börn í Hagaskóla fagna góðum árangri í eineltismálum

Hagaskóli – “Við erum stolt af því að tilkynna að árangur skólans var frábær þetta árið. Einelti hefur dregist verulega saman á milli og ára og hefur aldrei mælst minna.”

Einelti í 5. – 10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusaráætluninni en eienltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn séu að grípa meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá 2007. Í Hagaskóla hefur náðst afburða árangur og er skólinn góður fulltrúi Olweusarstarfsins í dag:

 

Haldið upp á að einelti hefur aldrei mælst minna í Hagaskóla

Í nóvember 2011 var hin árlega Olweuskönnun lögð fyrir nemendur Hagaskóla. Við erum stolt af því að tilkynna að árangur skólans var frábær þetta árið. Einelti hefur dregist verulega saman á milli og ára og hefur aldrei mælst minna.

Í nóvember 2011 var hin árlega Olweuskönnun lögð fyrir nemendur Hagaskóla. Þátttaka var mjög góð en 95,4 % nemenda svöruðu könnuninni þetta árið. Niðurstöðurnar sýna frábæran árangur skólans. Einelti hefur dregist verulega saman milli ára og hefur aldrei mælst minna síðan skólinn hóf innleiðingu áætlunarinnar árið 2005. Einnig segja langflestir nemendur í Hagaskóla eða 93,4% að þeim líði vel eða mjög vel í skólanum.

Þessar niðurstöður eru verulega ánægjulegar og sýna að vinnan við Olweusaráætlunina og önnur þróunarverkefni skólans hefur skilað sér í aukinni vinsemd, virðingu og öryggi meðal nemenda skólans.

Föstudaginn 17.febrúar voru niðurstöður könnunarinnar kynntar fyrir nemendum og góðum árangri fagnað. Nemendum var boðið upp á súkkulaðiköku í tilefni dagsins.

Við erum mjög stolt af nemendum okkar og óskum þeim, aðstandendum þeirra og öllu starfsfólki skólans til hamingju með árangurinn. Jafnframt hvetjum við alla til að halda áfram því góða starfi sem hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag.

(Af síðu Hagaskóla) Sjá niðurstöður í Hagaskóla:http://hagaskoli.is/files/Olweus_Hag_kynning_856059100.pdf