Fréttir

Andrés var alltaf til ama í skólanum. Hann áreitti aðra og lenti aftur og aftur í áflogum. Að lokum gafst skólinn upp og í fimmta bekk var hann færður milli skóla. Þar tók sama sagan við – og enn var hann færður milli skóla. Svona var það oft. Í dag er það oft ,,þolandinn” sem er fluttur – milli bekkja eða foreldrarnir taka sig jafnvel upp og flytja í annað hverfi. -Að færa barnið er sama og að gefast upp, segir Dan Olweus. Ef unnið er markvisst að því að breyta aðstæðum, endurskoða gæslu og setja skýr mörk, vinna kerfisbundið í bekknum að því að bæta andrúmsloftið og vinna samfellt í öllum skólanum má bæta líðan nemenda og skapa þeim öryggi.

Eineltisáætlun sem hvílir á skýrri aðferð sem Dans Olweus, prófessor í Bergen, hefur þróað og sem byggir á áratuga rannsóknum hans um líðan barna. ,,Olweusarverkefnið” sem við rekum á Íslandi í 70 grunnskólum er stærsta forvarnarverkfni á Íslandi. Til þess að ná árangri þarf að vinna með öllu starfsfólki skóla, öllum foreldrum og nemndum. Að vinna gegn einelti er ekki áhlaup. Atrennan er lengri, en við höfum náð áfdráttarlausum árangri eftir árs vinnu.
Meginreglur í Olweusaráætluninni gegn einelti:
Olweusaráætlunin byggist á fremur fáum lykilmeginreglum sem fengist hafa staðfestar í vísindalegum rannsóknum á þróun og breytingum þessa atferlisvanda, einkum árásarhneigðu atferli. Það er því mikilvægt að reyna að koma á „endurskipulagningu þess félagslega umhverfis sem er“ og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:
• hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
• ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis
• stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
• fullorðnum í skóla (og á heimili) sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.
Þessar meginreglur hafa svo verið „þýddar“ yfir í ýmsar aðgerðir í skólum, á heimilum og hvað hvern og einn varðar (sjá 1. töflu). Helstu markmið aðgerðaáætlunarinnar eru þau að breyta „skipulagi tækifæra og umbunar“ fyrir einelti þannig að mjög dragi úr möguleikum á eineltisatferli og umbun fyrir það.

Upplýsingar um Olweusarverkefnið gegn einelti og andfélagslegri hegðun
Efnið byggir á kröfum til þátttakenda og á útfærslu á Íslandi fram að þessu.

Gert er ráð fyrir að innleiðing Olweusaráætluninnar nái til tveggja skólaára. Allir starfsmenn eru þátttakendur í umræðuhópum sem hittast reglulega (sjá neðar) og tileinka sér þannig námsefni og aðferðir. Jafnframt er viðamikil könnun um einelti lögð fyrir tvisvar sinnum á tímabilinu; næst í nóvember 2006 og á sama tíma að ári (2007).

SKIPULAGNING OLWEUSARÁÆTLUNARINNAR
Hér koma nokkrar almennar upplýsingar um áætlunina (að hluta staðfærðar af ÞHH) frá Hemil fræðastöðinni í Bergen, en starfsmenn Olweusarhópsins þar eru til ráðgjafar í verkefninu sjálfu og við úrvinnslu kannana.
Hugtök sem notuð eru í umfjöllun um skipulagið:
Stýrihópur ber ábyrgð á framkvæmd Olweusaráætlunarinnar í sínum skóla
Oddviti er umsjónarmaður verkefnisins í skólanum
Umræðuhópar eru náms- og handleiðsluhópar við hvern skóla

Hópstjórar eru kennarar og aðrir starfsmenn við skólann sem stýra umræðuhópum
Verkefnisstjóri er faglegur leiðbeinandi og hefur faglega umsjón með verkefninu í allt að þremur skólum

AÐ STOFNA STÝRIHÓP
Hver skóli fyrir sig stofnar stýrihóp sem ber ábyrgð að hrinda aðgerðaáætluninni í framkvæmd í skólanum. Stýrihópurinn skal fylgjast með því að áætlunin komist til framkvæmda samkvæmt mótuðu þróunarferli og hópurinn getur, sé vilji fyrir hendi, lagt til eða tekið ákvarðanir um meiriháttar aðgerðir og breytingar á þeim vinnuhefðum sem viðhafðar eru.
Stýrihópurinn skal einnig sjá til þess að yfirlitskönnunin (sem er einn þáttur áætlunarinnar) sé lögð fyrir og unnið úr henni. Þessi hópur skal einnig sjá til þess að haldnir séu einn eða fleiri foreldrafundir þar sem fjallað er um einelti og aðgerðaáætlunina.
Stýrihópurinn er fulltrúi aðgerðaáætlunarinnar gagnvart bæði skólanum og forráðamönnum auk samfélagsins og fjölmiðla. Hópurinn “á” niðurstöður yfirlitskannananna sem lagðar verða fyrir í skólanum – næst verður könnun lögð fyrir í nóvember 2006, en könnunin er lögð fyrir á hverju ári.
Stýrihópur kemur saman 5-6 sinnum á skólaári. Halda ber skriflega fundargerð á nefndarfundum.
Í stýrihópnum eru að jafnaði:
• fulltrúi skólastjórnenda,
• tveir af stjórnendum umræðuhópanna (annar einnig oddviti áætlunarinnar)
• einn fulltrúi kennara,
• námsráðgjafi
• hjúkrunarfræðingur eða fulltrúi heilsuverndar í skólanum
• (einn) – en þó helst tveir fulltrúar forráðamanna (t.d. frá foreldrafélagi skólans)
• (einn) – en betra að það séu tveir eða fleiri fulltrúar nemenda (t.d. frá nemendaráði)
• fulltrúar heilsdagsskólans/dægradvalar og úr grenndarsamfélaginu.
VERKEFNISSTJÓRI (instruktör)
Verkefnisstjóri er faglegur leiðbeinandi Olweusaráætlunarinnar. Hann/hún er í allt að 25% starfi við að sinna þeim skólum sem falla undir faglega stjórn í eineltisverkefninu.
Verkefnisstjóri nýtur kennslu á vegum verkefnisins í 7-8 lotum á tímabilinu 2006-2008.
Starf verkefnisstjóra felst í að styðja skólastjórnendur og annað starfslið við að koma áætluninni á og fylgjast með gangi hennar á tímabilinu og vera ráðgjafi á tímabilinu. Meðal þess sem verkefnisstjóri hefur á hendi er að kenna oddvitunum og lykilmönnum (oddviti getur einnig verið lykilmaður í sínum skóla), leiða nýtt fólk (á hverju hausti) inn í sannleikann og vera almennt til taks m.a. sem ráðgjafi við úrlausn einstakra eineltismál. Þá er verkefnisstjóri tengill áætlunarinnar við framkvæmdastjóra verkefnisins og við oddvita í samstarfsskólum. Verkefnisstjóri er ekki framkvæmdalegur stjórnandi í skólunum. Hér gegnir skólastjóri (eða annar skólastjórnandi) lykilhlutverki og oddviti er eins konar verkstjóri í eineltisáætluninni.

ODDVITI (koordinator)
Einn þeirra sem stjórnar umræðuhópunum (og sem situr einnig í stýrihópnum) skal útnefndur oddviti áætlunarinnar í skólanum. Oddvitinn ber höfuðábyrgð (í umboði skólastjóra) á skipulagningu og starfsemi í tengslum við áætlunina í hverjum skóla. Hann er einnig tengiliður við skóla og verkefnisstjórann.
AÐ KOMA Á LAGGIRNAR (UPPELDISFRÆÐILEGUM) UMRÆÐUHÓPUM
Komið skal á laggirnar umræðuhópum sem í eru allir þeir sem sinna nemendum í skólanum (þ.e. allir starfsmenn) þ.m.t. stjórnendur og fulltrúar heilsdagsskólans. Á Íslandi höfum við lagt áherslu á að fulltrúar félagsmiðstöðva, sundlauga o .fl. séu einnig með í umræðuhópunum. Hópurinn/hóparnir hittist/hittast reglulega í 90 mínútur á föstum tíma aðra hverja viku til þess að fara nákvæmlega yfir aðgerðaáætlunina. Hámarksfjöldi í hópi eru 15 starfsmenn.

Fundir umræðuhópanna styðjast við handbókina “Kjarnaáætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun – kennaraleiðbeiningar (1999); íslensk þýðing 2002 og endurskoðuð útgáfa 2005: OLWEUSARKERFIÐ GEGN EINELTI – HANDBÓK og bókina Einelti í skólum (1992 eða síðari útgáfur); til á norsku, ensku og fleiri tungumálum. Eineltisáætlunin hefst næst 2006 og stendur yfir í tvö skólaár, en á þeim tíma er gert ráð fyrir að umræðuhóparnir komi saman hálfsmánaðarlega fyrrra skólaárið og samtals verði fundir 16-20 á tímabilinu.
Sé verkefnisstjóri ekki úr viðkomandi skóla er eðlilegt að hann/hún sitji nokkra fundi umræðuhópa í skólanum. Þannig nær verkefnisstjóri að kynnast starfsliði og starfsemi hvers skóla fyrir sig.
LYKILMENN (HÓPSTJÓRAR)
Tveir lykilmenn fara fyrir hverjum umræðuhópi í skólanum. Í því felst m.a. að kynna þátttakendum það uppeldisfræðilega efni sem aðgerðaáætlunin byggist á (sjá hér að ofan) á hvetjandi og ítarlegan hátt. Í þessu efni er um ákveðna framvindu að ræða og það byggist að hluta til á tilbúnum glærum. Með það í huga er mikilvægt að stjórnendur uppeldisfræðilegu umræðuhópanna hafi góða reynslu af kennslu fullorðinna og njóti ákveðinnar virðingar samstarfsfólks síns. Hver skóli velur sjálfur sína lykilmenn og það þarf að gerast tímanlega áður en skólinn hefur innleiðingu Olweusaráætlunarinnar.
Æskilegt er að einn til tveir úr hópi lykilmanna eigi sæti í stýrihópi.
Lykilmennirnir fá sérstaka kennslu og þjálfun í Olweusaráætluninni hjá verkefnisstjóra sem sinna mun skólanum. Þessi kennsla hefst með námskeiði tímanlega fyrir upphaf/eða í upphafi haustannar.
Ávinningurinn af fundum umræðuhópanna byggist að miklu leyti á því hve vel uppeldisfræðilega efnið er kynnt af stjórendunum tveimur og því skiptir miklu að fólk gefi sér góðan tíma til undirbúnings og eftirfylgni vegna funda. Ekki er óeðlilegt að reikna með allt að tveimur aukatímum á hvorn fundarstjóra á viku. Einnig skiptir máli að hver og einn þátttakandi í umræðuhópi fái tækifæri til að kynna sér efnið fyrirfram. Æskilegt er að gera ráð fyrir hálfum til einum klukkutíma á viku í lestur þeirra þátttakenda sem ekki bera stjórnunarlega ábyrgð í hópnum.
EINELTISÁÆTLUNIN
STARFSLIÐ
Í Olweusaráætluninni gegn einelti felst fræðsla, vitundarvakning og færniþjálfun starfsliðsins. Nauðsynlegt er að kynna öllu starfsliðinu hvað felst í Olweusaráætluninni, á hverju hún byggist og hvað hún hefur í för með sér í skólastarfinu. Þetta ætti að gerast á skipulagsdegi eða starfsmannafundi áður en skólahald hefst (í ágúst hvert ár). Síðar á skólaárinu er væntanlega haldinn annar sambærilegur fundur til að fara yfir niðurstöður yfirlitskönnunarinnar, en hún er næst lögð fyrir í nóvember 2006. Á þeim fundi er lagt út af niðurstöðum könnunarinnar og ef ástæða þykir til er tekin ákvörðun um breytingar á eftirlitshefðum (“gæslu”) og öðrum þáttum sem varða skólann í heild sinni. Kennarar og annað starfslið skólans gegnir lykilhlutverki hvað varðar skilvirka og árangursríka framkvæmd Olweusaráætlunarinnar.
NEMENDUR
Nemendur eiga að gera ýmislegt í bekkjum sínum. Haldnir eru fastir bekkjarfundir þar sem þau ræða einelti, félagatengsl og líðan í bekknum og þeim skulu kynntar bekkjarreglur sem sérstaklega eru samdar í því skyni að stöðva og koma í veg fyrir einelti. Þeir eiga að læra um hvernig einelti birtist, hvaða aðferðum er beitt og hvaða tjóni það getur valdið. Umræður, hlutverkaleikir, myndbönd og annað efni skal nýtt til að gera nemendurna meðvitaða um einelti sem fyrirbrigði og þeim verða kenndar einfaldar leiðir til að bregðast við því einelti sem þau verða vör við umhverfis sig. Lögð er áhersla á að efla færni nemenda til að velja rétta afstöðu og hjálpa þeim sem verða fyrir einelti.
Bekkjarfundir skulu vera í dagatali bekkjarins.
FORELDRAR
Foreldrar koma á ýmsan hátt að Olweusaráætlunininni. Fyrirbyggjandi starf er unnið þannig að á foreldrafundum af ýmsu tagi er þeim sagt frá auknum viðbrögðum skólans gegn einelti og boðið til samstarfs. Lögð er áhersla á að auka almenna virkni og færni foreldra á þessu sviði þannig að hægt sé að nota sér sem best þennan mikilvæga hóp.
Þegar tekið er á eineltismálum vinna skóli og heimili saman að lausn mála. Upplýsingum frá skólanum er komið á framfæri við bæði foreldra þeirra sem leggja í einelti og þeirra sem verða fyrir því. Í Olweusaráætluninni er lögð mikil áhersla á að koma á fót einstaklingsbundnum aðgerðaáætlunum og viðtölum kennara, annarra starfsmanna og skólastjórnar annars vegar og foreldra hins vegar í þannig málum.
Stjórn foreldrafélags (eða önnur stjórn?) skólans tilnefnir fulltrúa (helst tvo) í stýrihóp Olweusaráætlunarinnar og tekur þannig þátt í starfi stýrihóps áætlunarinnar í viðkomandi skóla. Æskilegt er að foreldrafélaginu sé kynnt áætlunin á meðan verið er að hugleiða hvort skólinn eigi að taka þátt í Olweusaráætluninni. Foreldrafélaginu skal jafnóðum kynnt hvernig starfið með Olweusaráætlunina gengur í skólanum.
Allir foreldrar fá foreldrahandbókina, en höfundur hennar er Dan Olweus. Staðfærsla og umsjón hefur verið í höndum Þorláks H. Helgasonar. Endurskoðuð útgáfa 2005.
YFIRLITSKÖNNUN UM EINELTI Í SKÓLANUM
Einn hluti Olweusaráætlunarinnar er að hver skóli fyrir sig leggur fyrir nafnlausa yfirlitskönnun um eineltisvandann o.fl. í formi sérhannaðs spurningalista. Þessi könnun er lögð fram í nóvember hvert ár, næst í nóvember 2006 í öllum skólum. Oddviti áætlunarinnar í skólanum hefur umsjón með könnuninni í sínum skóla.
Fjallað er um niðurstöður yfirlitskönnunarinnar í stýrihópi áður en þær eru kynntar í skólasamfélaginu og meðal foreldra.Þessar upplýsingar úr yfirlitskönnuninni, sem lagðar eru fram samkvæmt ákveðnu fyrirkomulagi, koma að miklu gagni þegar að því kemur að skipuleggja frekari starfsemi gegn einelti í skólanum.
Að loknu innleiðingartímabili sem eru tvö skólaár frá því að skóli hefst handa, er könnunin lögð fyrir á hverju ári, kjósi skólinn að halda áfram í Olweusarverkfninu.
Timi
Segja má að mestur hluti “kostnaðar” í Olweusarverkefninu sé fólginn í þeim tíma sem varið er til verkefnisins: Menntamálaráðuneytið hefur lagt áherslu á að um símenntunarverkefni sé að ræða. Sumir skólar taka verkefnið sem eina símenntunarverkefnið á innleiðingartíma þess og ýta öðrum hugsanlegum endurmenntunar-/þróunarverkefnum til hliðar á meðan.

Undirbúningur að verkefni:
Áður en innleiðing hefst er gott að gefa sér góðan tíma. Áður en sjálf vinnan í skólunum hefst þarf m.a. að ganga frá ráðningu þeirra starfsmanna sem mest mæðir á í verkefninu: Sjá til þess að verkefnisstjóri sé til staðar og stöðuhlutfall hans/hennar í verkefninu ákveðið, á sama hátt þarf að gera ráðningarsamning við oddvita verkefnisins og sömuleiðis ákveða kjör og tíma sem lykilfólki er ætlað til að undirbúa og stjórna umræðuhópunum. Tveir lykilmenn (hópstjórar) fara fyrir hverjum umræðuhópi (sjá neðar).
Um einstaka liði:
1) Hver verkefnisstjóri verður í allt að 25% starfi við, sinni hann/hún leiðbeinendastarfi fyrir fleiri en einn skóla. Rétt er að miða við að verkefnisstjóri sem hefur faglega umsjón með þremur skólum sé í 25% stöðu – en stöðuhlutfall er m.a. háð nemendafjölda og starfsmannafjölda, en auk þess verður að gera ráð fyrir föstum kostnaði, kostnaði af ferðalögum, auk sameiginlegs kostnaðar og aðstöðu (síma og fl.).

2) Náms og kennslugögn nema á hvern starfsmann 4000 kr. Það á að nægja til að standa undir gerð handbókar (myndbönd fylgja), foreldrabæklings og hluta ýmiss annars gagnakostnaðar.
Áætlaður kostnaður á skóla er því á tveggja ára tímabili (innleiðingar-): 4000 kr x fjöldi starfsmanna í verkefninu (allra starfsmanna), að meðtöldum starfsmönnum sem bætast við.
3) Oddviti áætlunarinnar.
“Einn þeirra sem stjórna umræðuhópunum (og sem situr einnig í stýrihópnum) skal útnefndur oddviti (koordinator)áætlunarinnar í skólanum. Oddvitinn ber aðalábyrgð á skipulagningu og starfsemi í tengslum við áætlunina í hverjum skóla. Hann/hún er einnig tengiliður við skóla og verkefnisstjórann.”
Oddviti samhæfir verkefnið og er framkvæmdaaðili (gagnstætt verkefnisstjóra sem er faglegur ráðgjafi). Oddviti gæti haft hluta af verkefninu – eða allt – inni í sinni almennu vinnuskyldu (t.d. ef aðstoðarskólameistari í litlum skóla er jafnframt oddviti).
4) Umræðuhópar koma saman á hálfs mánaðar fresti fyrsta árið 90 mínútur í senn (um það bil einu sinni í mánuði síðari hluta verkefnisins) og fara yfir námsefni og ræða það; samtals 16-20 sinnum á tímabilinu (2 ár).
“Tveir eða fleiri lykilmenn (hópstjórar) fá það verkefni að stýra umræðuhópi eða -hópum í hverjum skóla. Í því felst m.a. það verkefni að kynna fyrir þáttakendum það uppeldisfræðilega efni sem aðgerðaáætlunin byggist á (sjá hér að ofan) á hvetjandi og ítarlegan hátt. Í þessu efni er um ákveðna framvindu að ræða og það byggist að hluta til á tilbúnum glærum. Með það í huga er mikilvægt að stjórnendur uppeldisfræðilegu umræðuhópanna hafi góða reynslu af kennslu fullorðinna og njóti ákveðinnar virðingar samstarfsfólks síns. Hver skóli velur sjálfur sína lykilmenn og það þarf að gerast tímanlega áður en skólinn hefur innleiðingu Olweusaráætlunarinnar.
Einn eða tveir lykilmanna ætti/ættu að sitja í stýrihópnum.
Lykilmennirnir fá sérstaka kennslu og þjálfun í Olweusaráætluninni hjá verkefnisstjóranum í sínum skóla. Þessi kennsla hefst með námskeiði áður en verkefnið hefst á haustönn.
Ávinningurinn af fundum umræðuhópanna byggist að miklu leyti á því hve vel uppeldisfræðilega efnið er kynnt af stjórendunum tveimur og því skiptir miklu að fólk gefi sér góðan tíma til undirbúnings og eftirfylgni vegna funda. Eðlilegt er að reikna með lykilmaður verji 1,5 klst á viku sérstaklega til undirbúnings fundar. Einnig skiptir máli að hver og einn þátttakandi fái tækifæri til að kynna sér uppeldisfræðilega efnið fyrirfram. Æskilegt er að gera ráð fyrir hálfri til einni klukkustund á viku í lestur til þeirra þátttakenda sem ekki bera stjórnunarlega (eru ekki lykilmenn) ábyrgð í hópnum.”
Tveir lykilmenn (hópstjórar) fara fyrir hverjum umræðuhópi, en í hverjum hópi eru í mesta lagi 15 starfsmenn. Lykilmenn hafa fengið sérstaka umbun í einhverjum skólanna, en töluverð vinna liggur í því að undirbúa fundi, stjórna þeim og koma niðurstöðum til skila. Þá þurfa lykilmenn (eins og fleiri) að hafa samráð við aðra innan skólans.
Hér ættu skólar að geta nýtt sér hluta af þeim tíma sem skólastjóri hefur til ráðstöfunar (hafi þeir nægan tíma innan tímaramma samninga) til undirbúnings verkefninu.
Auk þess að undirbúa fundi og stjórna fundum eru lykilmenn og fleiri í skólanum sett á námskeið hjá verkefnisstjóra þar sem þau eru leidd í sannleikann um verkefnið. Verður að gera ráð fyrir kostnaði sem af því hlýst, en hér er gert ráð fyrir haldin séu þrjú hálfs dags námskeið eða ígildi þeirra (1+1/2 t.d.).

5) Umræðuhóparnir hittast reglulega, 60-90 mínútur í senn og fara yfir efnið. Þetta ætti að rúmast innan tímaramma – en ég veit til þess að (í stórum skóla) hefur verið farið út fyrir tímaramma vikunnar vegna þess að önnur verkefni taka fundartíma . Þá hafa einhverjir skólastjóranna gripið til þess að bjóða öðrum starfsmönnum en kennurum (og skólastjórnendum) frí út á fundina (til dæmis lengra frí um jól …). Í þeim tilvikum hefur ekki verið greitt sérstaklega til stuðningsfulltrúa, skólaliða og gangavarða þó að þau hafi farið út fyrir daglega vinnuskyldu … en þau fengið frídaga í staðinn.
Sé góður fyrirvari á ættu fundirnir sem sé að rúmast innan daglegs ramma og því án sérstaks kostnaðar. Umreikningur á fríi á móti fundurm er vonandi meira spurning um hagræðingu en að það þurfi að ráða sérstaklega fólk í stað þeirra sem fá lengra jólafrí t.d.
6) Aðrir fundir og einn sérstakur fundur með foreldrum og sérstakur námsdagur þegar nýir starfsmenn bætast í hópinn (t.d. haustið 2006).
Það er nokkuð misjafnt hvernig skólar kynna foreldrum verkefnið, en hægt er að hafa sama dag/kvöld sameiginlegan fund og í framhaldi hans eru foreldrar kallaðir inn í hvern bekk (þetta gæti gerst sama kvöldið).
7) Könnunin.
Tvisvar á innleiðingartímabilinu er viðamikil könnun lögð fyrir nemendur í 4.-10. bekk viðkomandi skóla. Hér er gert ráð fyrir að allir nemendur svari beint (rafrænt) frá og með könnun í nóvember 2006 og að viss úrvinnsla fari fram í Bergen.
8) Fundir stýrihóps. Sjá áður. Stýrihópur kemur saman a.m.k. í upphafi verkefnis, í kringum könnunina og við upphaf skólaárs.
Hér hefur verið fjallað um þann tíma (og að hluta kostnað) sem blasir við hverjum skóla (og sveitarfélagi), en nokkur annar kostnaður er greiddur af þeim aðilum sem standa að verkefninu: Menntamálaráðuneyti, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélga og hverjum skóla/sveitarfélagi (með náms- og kennslugagnagjaldi). Þá hefur Kennaraháskóli Íslands styrkt verkefnið, m.a. með aðstöðu og tæknilegri þjónustu við framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins – og Námsgagnastofnun annast prentun námsgagna frá 2004.
Hægt er að kynna sér gögn og skoða efni á heimasíðu Hemilsetursins í Bergen eða á www.uib.no/psyfa/hemil/mobbing.htm. Þá er margt forvitnilegt að finna t.d. á vefslóðinni http://www.google.com/search?q=olweus eða á öðrum sambærilegum leitarvélum), en þar eru í dag, 8. maí 2006 254000 tilvísanir.
Til hliðsjónar:
Hér neðar eru leiðbeiningar sem áttu við Noreg (umsóknarferli og framhald) þar sem verið einnig var verið að ráða verkefnisstjóra verkefnisstjóra og kenna þeim. Það á ekki við í verkefni okkar frá 2004. Verkefnisstjórar hafa þá þegar notið tilsagnar/kennslu frá Bergen. Á Íslandi var byrjað framar í ferlinu með því að lýsa eftir áhuga skóla 2004-2006. Sjá einnig plagg sem sent var út vegna umsóknar 2003:
Skólarnir Væntanlegir verkefnisstjórar Sveitarfélagið
Janúar – febrúar 2002 Umsóknargögn berast
Metið er hvort sækja eigi um
Umsókn er skrifuð Umsóknargögn berast
Metið er hvort sækja eigi um
Umsókn er skrifuð Sendir umsóknargögn áfram til skóla/væntanlegra verkefnisstjóra
Samræmir umsóknarferlin
Fjármögnun
Apríl 2002 Skilaboð berast um þátttöku
Val fer fram á oddvita, stýrihópi og lykilmönnum Skilaboð berast um þátttöku
Fyrsta tveggja daga námskeiðið
(Almennt um áætlunina og sérstaklega um yfirlitskönnunina í maí)
Maí-júní 2002 Yfirlitskönnun um einelti framkvæmd
Oddviti skipuleggur það í samráði við verkefnisstjóra
Mögulegur fundur í stýrihópi
Handleiðsla vegna yfirlitskönnunar í skólunum
Ágúst-september 2002 Verkefnisstjórar standa fyrir tveggja daga kynningarnámskeiði fyrir lykilmenn, oddvita og fleiri, ef vill, í skólunum sem eiga sérstaklega að sinna áætluninni
Olweusaráætluninni er komið á laggirnar í skólanum: Skólafundur haldinn um aðgerðaáætlunina, upplýsingar til starfsliðs, nemenda og forráðamanna, kynning á niðurstöðum yfirlitskönnunarinnar
Skólinn stofnar til umræðuhópa
Annar fundur verkefnisstjóra: um þjálfun lykilmanna í skólum og kynningu á niðurstöðum yfirlitskönnunar
September-desember 2002 Skólarnir skipuleggja almennan foreldrafund sérstaklega um Olweusaráætlunina (fundur í stýrihópi)
Vinna í bekkjum með einelti sem þema: Bekkjarreglur, bekkjafundir, hlutverkaleikir, myndbönd o.s.frv.
Vinna í skólanum til að bæta eftirlitsferli, móta viðbrögð um inngrip og eftirfylgni
Þriðji fundur verkefnisstjóra: Um starf í umræðuhópunum og handleiðslu oddvita og lykilmanna
Handleiðsla verkefnisstjóra
Unnið að því að tryggja fjármögnun verkefnisins á næsta ári (ef vill)
SKILVIRKAR AÐGERÐIR GEGN EINELTI
Dan Olweus
Hemil-miðstöðinni, Háskólanum í Bergen
(Þessi grein birtist fyrst þann 18.10.2001 í hinu rafræna tímariti Skolen i Norden – http://www.skolen.odin.dk )
Einelti verður stöðugt meira á dagskrá hjá skólayfirvöldum og ýmislegt hefur verið lagt til að gert sé eða verið framkvæmt til að vinna gegn vandanum og koma í veg fyrir hann (alþjóðlegt yfirlit, sjá Smith et al, 1999).
Sumar af þessum tillögum virðast vera fremur óheppilegar eins og til dæmis það að leggja aðaláherslu á að styrkja fórnarlömb eineltis í að bregðast við líkamsárásum. Aðrar aðgerðir virðast vera skynsamlegar og jafnvel gagnlegar. Vandamálið er þó að annað hvort hefur ekki sýnt verið fram á neinar jákvæðar afleiðingar þessara aðgerða eða þá að þær hafa ekki verið metnar á kerfisbundinn hátt.
Þess vegna er mjög nauðsynlegt að afla sér vitneskju um hvort og ef svo er að hve miklu leyti þær aðgerðir, sam stungið hefur verið upp á, virka eins og til er ætlast. Draga þær úr raun úr eða koma í veg fyrir einelti á meðal nemenda? Það er þó morgunljóst að þannig árangur skiptir máli en ekki hvort til dæmis þeir fullorðnu hafa áhuga á að grípa til viðkomandi aðgerða („ánægja neytenda“).
Þörf er á vísindalega metnum aðgerðaáætlunum
Þessi vandi var nýlega tekinn til umræðu í Bandaríkjunum en opinber nefnd sérfræðinga þar fékk það verkefni að meta á gagnrýninn hátt rúmlega 400 aðgerðaáætlanir sem ætlað var að kæmu í veg fyrir ofbeldi og sem beitt er með reglubundnum hætti í bandarískum skólum og víðar. Einungis tíu af þessum áætlunum (fjórar þeirra byggðust á ákveðnum skóla) uppfylltu þær kröfur sem lagðar voru fram sem lágmarksviðmið, að jákvæður árangur væri staðfestur í vísindalega staðfestum könnunum, að minnsta kosti tveir mismunandi hópar vísindamanna hefðu getað sýnt fram á þannig árangur og að árangurinn kæmi fram í að minnsta kosti eitt ár. Nú er verið að taka þessar svokölluðu fyrirmyndaráætlanir í notkun víða í Bandaríkjunum með fjárhagslegum stuðningi bandaríska dómsmálaráðuneytisins (Olweus & Limber, 1999).
Áþekkt mat á 57 aðgerðaáætlunum gegn atferlisvanda í skólum var nýlega unnið af sérfræðinefnd í Noregi (skrifleg gögn voru það ófullnægjandi að einungis var hægt að meta 25 þessara áætlana). Einungis var hægt að mæla með einni af þessum áætlunum til notkunar í skólum án fyrirvara (Skýrsla 2000).
(Aths. ÞHH: Sjá vefslóðina (skjal á pdf-formi): http://odin.dep.no/archive/kufvedlegg/01/01/probl029.pdf
Sjá t.d. niðurstöður um Olweusarkefið s. 75-77)
Þar sem Kjarnaáætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun er ein af þessum tíu fyrirmyndaráætlunum og sú eina sem mælt var með af norsku sérfræðinefndinni, mun ég hér að neðan takmarka mig við að kynna árangur og reynslu af þessari áætlun. Í eftirfarandi töflu er að finna kjarnaþætti aðgerðaáætlunarinnar:
YFIRLIT YFIR KJARNAÁÆTLUN OLWEUSAR GEGN EINELTI OG ANDFÉLAGSLEGRI HEGÐUN
ALMENNAR FORSENDUR
VITUND OG ÁHUGI
AÐGERÐIR Í HVERJUM SKÓLA
KÖNNUN MEÐ SPURNINGALISTA
NÁMSDAGUR UM EINELTI
BÆTT EFTIRLITSKERFI
UPPELDISFRÆÐILEGIR UMRÆÐUHÓPAR
STOFNUN STÝRIHÓPS
AÐGERÐIR Í HVERJUM BEKK
BEKKJARREGLUR GEGN EINELTI
BEKKJARRÁÐ HITTIST REGLULEGA
FUNDUR FORELDRA Í BEKKNUM
AÐGERÐIR VEGNA EINSTAKLINGA
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR VIÐ GERENDUR OG FÓRNARLÖMB EINELTIS
SAMRÆÐUR VIÐ FORELDRA NEMENDA SEM MÁLIÐ VARÐAR
BEITING HUGMYNDAFLUGS (KENNARAR OG FORELDRAR)
Vísindalegt mat á Olweusaráætluninni
Fyrsta matið á áhrifum áætlunarinnar var gert í tengslum við átak á landsvísu gegn einelti sem norska kirkju- og menntamálaráðuneytið stóð fyrir. Fylgst var með um 2.500 nemendum í 5. til 8. bekk í 42 skólum í Bergen í hálft þriðja ár. Þessar urðu nokkrar helstu niðurstöðurnar:
• Eineltistilfellum í skólum fækkaði umtalsvert, um helming eða meira, næstu tvö ár eftir að aðgerðaáætluninni var hrundið í framkvæmd. Almennt séð má segja að þessi árangur hafi náðst bæði í hópi stúlkna og drengja og hvað varðar beint einelti („einelti með fremur beinum árásum á fórnarlambið“), óbeint einelti („að vera haldið fyrir utan félagahópinn“, félagsleg einangrun) og það að leggja aðra nemendur í einelti.
• Mikið dró einnig úr andfélagslegu atferli eins og t.d. þjófnuðum, skemmdarverkum, drykkjuskap og skrópi.
• Það var einnig staðfest að nemendum leið betur í skólanum en áður og að mikil breyting hafði orðið til batnaðar í félagslegu andrúmslofti skólans.
Sambærilegar niðurstöður, þar sem eineltisvandinn minnkaði um 40-50%, hafa fengist í tveimur víðtækum íhlutunarrannsóknum undanfarin ár, í rannsókn sem tók til um 4.000 nemenda í 14 aðgerðaskólum og 16 samanburðarskólum í Bergen á árunum 1997-1998, og í rannsókn á um 2.300 nemendum í tíu skólum á Óslóarsvæðinu á árunum 1999-2000 (Olweus, 1999a, 2001). Jákvæðar en þó ekki jafn eindregnar niðurstöður fengust úr endurtekningarrannsókn (að hluta til) í Englandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi (Olweus & Limber, 1999).
Helstu niðurstöður ransókna þessara eru þær að það í raun kleift að draga svo um munar úr einelti í skólum og tengdum vandamálum með vönduðum aðgerðaáætlunum á vísindalegum grundvelli.
Meginreglur
Olweusaráætlunin byggist á fremur fáum lykilmeginreglum sem fengist hafa staðfestar í vísindalegum rannsóknum á þróun og breytingum þessa atferlisvanda, einkum árásarhneigðu atferli. Það er því mikilvægt að reyna að koma á „endurskipulagningu þess félagslega umhverfis sem er“ og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:
• hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
• ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis
• stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
• fullorðnum í skóla (og á heimili) sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.
Þessar meginreglur hafa svo verið „þýddar“ yfir í ýmsar aðgerðir í skólum, á heimilum og hvað hvern og einn varðar (sjá 1. töflu). Helstu markmið aðgerðaáætlunarinnar eru þau að breyta „skipulagi tækifæra og umbunar“ fyrir einelti þannig að mjög dragi úr möguleikum á eineltisatferli og umbun fyrir það.
Vinsamlegast hafið samband ef óskað er frekari upplýsinga.
Kærar kveðjur, Þorlákur, thorlakur@khi.is
s. 894 2098

(úr Metro)
Att flytta en elev
är att kapitulera

Anders var en stökig elev redan på lågstadiet. Han trakasserade andra, hamnade i slagsmål, blev utskälld och varnad. Lärarna suckade. Anders var ett problem de inte visste hur de skulle hantera. I femte klass blev han tvångsförflyttad. På den nya skolan hamnade han regelbundet i slagsmål, bestraffades – och flyttades igen.
Så hanterades översittare i början av 1970-talet. Sedan dess har det enligt Skolverket ofta varit deras offer som fått flytta på sig. Men i en ny samling råd signalerar nu verket att det är dags att återvända till den gamla pedagogiken. Visserligen säger Skolverket att tvångsflyttningar ska vara en sista åtgärd. Verket skriver också att det är viktigt att den skola som tar emot eleven ska kunna möta hans eller hennes särskilda behov av stöd.
Jag tvivlar på den lösningen. Människor förändras inte av att forslas runt i skolsystemet. Och att kombinera förflyttningarna med ”extra stöd” låter vackert, men många skolor har i dag en dåligt fungerande elevvård. I ett system där skolor dessutom tävlar om att ha så få problem som möjligt (för att få fler elever och därmed pengar) lär rektorerna knappast stå i kö för att ta emot aggressiva elever.

Därmed inte sagt att man ska låta människor som Anders härja fritt. Men i stället för förflyttningar borde skolan ägna sig åt ett långsiktigt förändringsarbete, där personalen drar tydliga gränser samtidigt som man försöker plocka fram bråkmakarnas goda sidor.
En effektiv sådan metod finns redan. Den kallas Olweusprogrammet och bygger på den forskning om mobbning som Dan Olweus, en svensk professor i psykologi vid universitetet i Bergen, genomfört i över trettio år. Programmet innebär bland annat att skolorna ser över rutinerna under rasterna. Då sker nämligen hälften av all mobbning, enligt Olweus. Ett annat inslag är att ha klassmöten och rollspel, där eleverna diskuterar kränkningar och vilka konsekvenser det kan få. Skolorna måste också ha tydliga regler mot mobbning och införa klara rutiner för hur man ska handskas med trakasserierna.
Olweusprogrammet har gått igenom ett halvt dussin vetenskapliga utvärderingar. Resultaten visar att programmet kan minska såväl antalet mobbare som dem som mobbas med 30–50 procent. I Norge har Olweus forskning lett fram till ett nationellt program mot mobbning som används på flera hundra norska skolor. Den norska staten finansierar också forskning kring mobbning och utbildar särskilda instruktörer som hjälper skolorna att komma i gång med det lokala arbetet.

På svenska skolor finns i dag en uppsjö av lokala program mot mobbning. Få, om ens något, har utvärderats vetenskapligt.
– Sverige är ett u-land när det gäller forskning kring de här frågorna, säger Dan Olweus, som anser att det kan finnas extrema fall där det är motiverat att flytta en elev som mobbar.
– Men om man har ett fungerande program och tar tag i problemen från början ska det inte behövas, säger han och tillägger:
– Att flytta en elev är att kapitulera.
Anders återvände till vår klass i åttan. Då var han ännu mer aggressiv. Kringflackandet i skolsystemet hade gjort honom immun mot tillit.
Efter en termin försvann han igen, tvångsförflyttad till en ny skola.