9300 nemendur hófu þátttöku í eineltisáætluninni gegn einelti nú á haustdögum. Flestir eru nemendur úr Reykjavíkurkjördæmunum eða 4800 í 10 grunnskólum, þá úr Suðurkjördæmi 1840 í 7 skólum, úr “Kraganum” 1460 í tveimur skólum, í Norðausturkjördæmi 680 í 7 skólum (þar af tveir skólar sem byrjuðu 2003), og í Norðvesturkjördæmi 710 úr 6 skólum. 2 skólar bíða átekta. Við bjóðum starfsfólk, nemendur og foreldra innilega velkomin til starfa. Skólarnir sem eru í verkefninu eru um allt land (sjá kort af síðu Skólatorgs) en þeir sem bættust við í áætlunina eru þessir:

Í Reykjavík: Foldaskóli, Fossvogsskóli, Húsaskóli, Langholtsskóli, Selássskóli, Korpuskóli, Hólabrekkuskóli, Rimaskóli, Grandaskóli, Hagaskóli.
Úr Norðvesturkjördæmi: Grunnskólinn Þingeyri, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskólinn Blönduósi, Hófðaskóli, Húnavallaskóli.
Í Norðausturkjördæmi: Dalvíkurskóli (byrjaði 2003), Vopnafjarðarskóli, Grunnskólinn í Breiðdal, Grunnskólinn á Stöðvarfirði, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Grunnskóli Djúpavogs, Grunnskólinn í Hrísey (byrjaði 2003).
Í Suðurkjördæmi: Hamarsskóli í Vestmannaeyjum, Barnaskóli Vestmannaeyja, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Ljósafossskóli, Grunnskólinn í Hveragerði, Barnaskóli Eyrarbakka og Stokkseyrar, Stóru-Vogaskóli.
Úr Suðvesturkjördæmi: Öldutúnsskóli, Varmárskóli.