Í dag hefst önnur lota námskeiða sem boðið er upp á fyrir verðandi verkefnisstjóra í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Um 40 skólar vítt og breitt um landið hefja vinnu í Olweusaráætluninni á haust og eru verkefnisstjórarnir faglegir leiðbeinendur skólanna. 16 verkefnisstjórar setjast á skólabekk í dag og nema fræðin fram að helgi. Þá tekur við önnur törn hjá þeim, þar sem þær (allt konur) eiga að kenna kennurum og öðru starfsfólki áður en skólinn tekur til hendinni og hefur markvisst starf í eineltisáætluninni. Verkefnisstjórarnir eru boðnir velkomnir.

Kennarar á námskeiðinu eru Sigrún Ágústsdóttir, Valgerður Janusdóttir og Þorlákur Helgason. Auyk þeirra munu verkefnisstjórar sem luku námi í vor koma að kennslunni. Unnur Kristjánsdóttir mun t.d. fjalla sérstaklega um foreldrasamstarf á námskeiðinu núna.

Námskeið fyrir verkefnisstjóra í Olweusaráætlun gegn einelti 10.-13. ágúst 2004, haldið í stofu H-208 í Kennaraháskóla Íslands.

Dagskrá

Þriðjudagur 10. ágúst kl. 9-16

Kl. 9:00 Kynning á þátttakendum

Kl. 9:30 Fyrirlestur um Olweusaráætlunina ÞH

  • Rannsóknir og kenningar Dan Olweusar
  • Skilgreining hugtaka
  • Yfirlit yfir áætlunina
  • Innra skipulag í skólanum

Kl. 10:30 Kaffi

Kl. 10:50 Fyrirlestur frh. ÞH

Kl. 12:30 Matur

Kl. 13:30 Verkefnastjóri, hlutverk VJ

Kl. 14:45 Kaffi

Kl. 15:00 Spurningakönnun, fyrirlögn og niðurstöður SÁ

Miðvikudagur 11. ágúst kl. 9-16

Kl. 9:00 Kynning á þátttakendum og staðan í dag
Hvað hefur gerst síðan síðast og hvað brennur á ykkur núna?

Kl. 10:15 Kaffi

Kl. 10:30 Stýrihópur VJ

Kl. 11:00 Uppeldisfræðilegir umræðuhópar SÁ

Kl. 12:30 Matur

Kl. 13:30 Eftirlitskerfið 4. kafli VJ

Kl. 14:15 Bekkjarstjórnun/hópstjórnun 1. kafli SÁ

Kl. 14:45 Kaffi

Kl. 15:10 Bekkjarreglur 5. kafli VJ

Fimmtudagur 12. ágúst kl. 8:30-16

Kl. 8:30 Umræður um efnið sem farið var í gegnum á 1. degi

Kl. 9:00 Bekkjarfundir 6. kafli VJ

Kl. 9:45 Kaffi

Kl. 10:15 Einstaklingsbundnar aðgerðir SÁ
Umræður

Kl. 12:00 Matur

Kl. 13:00 Hlutverkaleikir VJ
Æfingar

Kl. 14:00 Foreldrasamstarf 8. kafli UK

Kl. 15:00 Hópvinna um verkefni umræðuhópa á haustönn SÁ

Kl 16:15 – 18:00 Samvera

Föstudagur 13. ágúst kl. 8:30-16

Kl. 8:30 Birtingarform eineltis 3. kafli. Ganga út frá myndbandi VJ

Kl. 10:00 Kaffi

Kl. 10:30 Lykilmannanámskeið SÁ

Kl. 11:00 Þátttakendur vinna að skipulagi fyrir lykilmannanámskeið

Kl. 12:00 Matur

Kl. 13:00 Fyrsta kynning verkefnisins fyrir starfsmenn, foreldra og nemendur VJ

Kl. 14:00 Uppeldisfræðilegir umræðuhópar frh. SÁ

Kl. 15:00 Samskiptanet og upplýsingastreymi milli verkefnisstjóra ÞH
Fyrirspurnir til ÞH vegna framkvæmdar áætlunarinnar

Fyrirhugað er að næsta námskeið verði 28.-29. október